Forsíða   /   Jóhannes Reykdal   /   Fjarðarsel   /   Sogsvirkjun   /   Dagskrá   /   Greinar    

Dagskrá


Akureyringar endurbyggja Glerárvirkjun

Akureyringar minnast 100 ára rafvæðingar á Íslandi með því að endurbyggja Glerárvirkjun sem var formlega tekin í notkun 30. september 1922. Auglýst hefur verið deiliskipulagstillaga þar að lútandi. Segja má að um endurnýjun á virkjunarmannvirkjum við Glerá frá árinu 1922 sé um að ræða í þessari deiliskipulagstillögu. Fyrir hendi er steinsteypt stífla og miðlunarlón, staðsetning á þrýstipípu og stöðvarhúsi verður nánast sú sama og í þeirri frá 1922. Breidd núverandi stíflu er 25 m og fallhæð er um 15 m. Gert er ráð fyrir að væntanleg afl virkjunarinnar muni verða 290 kw.

Núverandi lón er um 9000 m² að flatarmáli, miðlun í lóninu er óveruleg því breytist vatnsyfirborð lítið. Inntaksþró núverandi stíflu verður notuð í fyrirhugaðri virkjun og þaðan mun liggja þrýstipípa sem verður niðurgrafin að hluta að stöðvarhúsi um 80 metra frá stíflunni. Deiliskipulagstillagan tekur mið af forhönnun Verkfræðistofu Norðurlands hf. sem unnin var í febrúar 2004.

Staðsetning stöðvarhúss er u.þ.b. 80 m austan við núverandi stíflu. Stærð stöðvarhúss fer að öllum líkindum ekki yfir 100 m2. Skilyrt er að fyrirhugað stöðvarhús taki mið af upphaflegu stöðvarhúsi frá 1922 hvað varðar ytra útlit eins og frekast er unnt og skal úfærsla á vélbúnaði taka mið af framangreindu. Stöðvarhús skal standi á sama stað og eldra stöðvarhús.

(Heimild: Heimasíður Akureyrarbæjar og Norðurorku)[ til baka ]