Forsíða   /   Jóhannes Reykdal   /   Fjarðarsel   /   Sogsvirkjun   /   Dagskrá   /   Greinar    

Dagskrá

Í tilefni 100 ára afmælisins munu íslensku orkufyrirtækin efna til kynninga og fræðslu hvert á sínu orkuveitusvæði. Þá verða orkuverin opin í sumar þar sem almenningi verður gefin kostur á að skoða þau og kynna sér starfsemi þeirra. Þessir viðburðir verða allir auglýstir sérstaklega þegar að þeim kemur. Hér verður dagskrá afmælisársins jafnframt uppfærð eftir því sem upplýsingar berast.


Sumarið

Opið hús í virkjunum víða um land
Í sumar opnaði Landsvirkjun fjölmörg stöðvarhús sín fyrir gestum. Í stöðvunum má skoða afar fjölbreyttar sýningar og kynningar á framkvæmdum fyrirtækisins. [ meira ]

RARIK opnaði sýningu um sögu Fjarðarselsvirkjunar í júni og verður hún opin út ágústmánuð. [ meira ]

Orkuveita Reykjavíkur hefur kynnt væntanlega Hellisheiðarvirkjun og verið með opið hús af því tilefni. [ meira ]

Akureyringar minnast 100 ára rafvæðingar á Íslandi með því að endurbyggja Glerárvirkjun sem var formlega tekin í notkun 30. september 1922. Auglýst hefur verið deiliskipulagstillaga þar að lútandi.
[ meira ]


September

Frímerki í tilefni 100 ára afmælisins
Ákveðið hefur verið að gefa út frímerki í tilefni 100 ára afmælis rafvæðingar á Íslandi. Frímerkið er hannað af Valgerði G. Halldórsdóttur og er samsett úr ljósmyndum sem Kristján Maack ljósmyndari tók Verðgildi frímerkisins er 50 krónur. Útgáfudagur þess er 2. september 2004...
[ meira ]


Desember

Ritverk um sögu rafvæðingar
Einn af viðburðum afmælisársins er útkoma ritverks um sögu rafvæðingar. Ritun sögu rafvæðingar á Íslandi hefur staðið yfir með hléum í áratugi og forsaga verksins því orðin nokkuð löng og verður öll ekki rakin hér. Tafir hafa orðið á verkinu vegna af´margvíslegum ástæðum. Árið 1995 gerðu SÍR og Iðnsaga Íslendinga samning um ritun og útgáfu verksins, áætlaður útgáfudagur var þá 1. júní 1996. Á sama tíma réði Iðnsagan Ólaf Ásgeirsson, sagnfræðing (þjóðskjalavörður), til þess að annast ritun bókarinnar. Nú er unnið að lokafrágangi til síðasta prófarkarlesturs og miðar verkinu nokkuð vel. Áætlað er að bókin verði tilbúin til prentunar í lok ágúst 2004 og komi út á 100 ára afmælisdegi rafvæðingar á Íslandi.