Forsíða   /   Jóhannes Reykdal   /   Fjarðarsel   /   Sogsvirkjun   /   Dagskrá   /   Greinar    

Dagskrá


Frímerki í tilefni 100 ára afmælisins

Ákveðið hefur verið að gefa út frímerki í tilefni 100 ára afmælis rafvæðingar á Íslandi. Frímerkið er hannað af Valgerði G. Halldórsdóttur og sýnir þegar verið er að skrúfa peru í gamalt perustæði. Valgerður segir hugmyndina af frímerkinu vera tilkomna vegna þess að á fyrstu árum rafmagnsins var rafmagn selt í peruvís. Fólk greiddi ákveðið gjald fyrir hvert perustæði sem það var með í húsum sínum. Valgerður segist hafa notað nútíma tækni til að sýna þessa gömlu tækninýjung. Myndin er samsett úr ljósmyndum sem Kristján Maack ljósmyndari tók og perustæðið sem notað var fékk Valgerður að láni hjá frænda sínum og það rétt um hundrað ára gamalt. Að sögn Valgerðar lýtur frímerkjahönnun öllum grunnlögmálum hönnunar. „Reyndar er formið ansi lítið og frágangur verksins kallaði á ýmsikonar skemmtileg smáatriði.“ Frímerkið hannaði Valgerður sem starfsmaður auglýsingastofunnar Nonni og Manni, en nú hefur hún stofnað auglýsingastofuna Fabrikan. Verðgildi frímerkisins er 50 krónur. Útgáfudagur þess er 2. september 2004. Frímerkið er prentað hjá Walsall Security Printers, í Englandi.

[ til baka ]