Forsíða   /   Jóhannes Reykdal   /   Fjarðarsel   /   Sogsvirkjun   /   Dagskrá   /   Greinar    

Ýmsar greinar og viðtöl


Brautryðjandinn Jóhannes J. Reykdal
Albert J. Kristinsson:
Mig langar til að rifja upp söguna af upphafi vélvæðingar í iðnaði á Íslandi árið 1903 með tilvitnun í „Ísafold“ 10. okt. 1903. Það var hugsjóna- og framkvæmdamaðurinn Jóhannes J. Reykdal sem þar með var brautryðjandi virkjunar vatnsafls í þágu iðnaðar á Íslandi. (grein úr blaði Rotaryklúbs Hafnarfjarðar, PDF-skjal)

Fyrstir sveitabæja á Íslandi til að fá rafmagn
Páll Lýðsson, bóndi og sagnfræðingur í Litlu-Sandvík
Rafvæðing íslenskra sveita gerðist ekki á einni nóttu heldur er það ferill sem tók mörg ár og áratugi. Segja má að sagan hefjist á Sandvíkurbæjunum í Sandvíkurhreppi sem eru um 3 km vestan við Selfoss. Bæirnir Litla- og Stóra-Sandvík í Sandvíkurhreppi urðu þá fyrstu íslensku sveitabæirnir til að fá rafmagn frá almenningsveitum..
[
meira ]

Heildstæð auðlindanýting - sjálfbær þróun
Albert Albertsson aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja
"Mér fannst tilfinnanlega vanta í bæklinginn að benda á hvað við gefum og getum gefið öðrum þjóðum í því að leggja sjálfbærri þróun lið"..
[
meira ]


Af fossamálum og virkjun við Búrfell
Steinþór Gestsson, fyrrverandi alþingismaður á Hæli í Gnúpverjahreppi, var oddviti sveitarinnar þegar Búrfellsvirkjun var byggð. Faðir Steinþórs, , kom að fossamálunum svonefndu á fyrsta áratug síðustu aldar. Í samtali við Jón Þórðarson ræðir Steinþór um fossamálin og um virkjunina við Búrfell..
[
meira ]

Innlegg í umræðu um framtíðarnýtingu orkulindanna
Ríkisstjórnin samþykkti árið 1997 framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi. Í tengslum við þessi áform var ákveðið að gerð skyldi "rammaáætlun til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðvarma." Nýlega kom út skýrsla um 1. áfanga rammaáætlunarinnar og segir Sveinbjörn Björnsson, formaður verkefnisstjórnar, að hún geti m.a. nýst stjórnvöldum við mótun framtíðarstefnu um nýtingu orkulindanna.
[
meira ]


Bíldsfell í Grafningi - fyrsta rafvædda sveitabýlið
Grein eftir Ólaf H. Óskarsson sem birtist í Morgunblaðinu 5. október 1969. Bíldsfell í Grafningi í Árnessýslu var fyrsta sveitabýlið á Íslandi, sem raflýst var frá örsmárri vatnsaflsstöð. Bóndinn á Bíldsfelli, Guðmundur Þorvaldsson, f. 25.11.1873 að Geitdal í Skriðdal í S-Múlasýslu, hóf þar búskap árið 1910.
[ meira ]


Kerfið réð ekkert við eldavélarnar
Matthías Matthíasson yfirverkstjóri segir frá vaxtarverkjum Rafmagnsveitunnar
Matthías Matthíasson rafvirkjameistari hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1939, tæpum tveimur áratugum eftir að hún var stofnuð. Sem yfirverkstjóri fékk hann vaxtarverki kerfisins beint í æð á tímum þegar mikið gekk á og viðgerðarflokkar þurftu að mestu að reiða sig á handaflið.

[
meira ]

Með strauminn í lúkunum
Háspenna og lífshætta daglegt brauð hjá Jóni Norðfjörð línumanni
Líklega hefur enginn verið í jafnmikilli snertingu við rafkerfi landsmanna í orðsins fyllstu merkingu og Jón Norðfjörð línumaður. Óhætt er að kalla þennan kappa - og þrefalda Íslandsmeistara í hnefaleikum - goðsögn í lifandalífi á meðal þeirra sem eitthvað þekkja til uppbyggingar raforkukerfisins.
[
meira ]