Forsíða   /   Jóhannes Reykdal   /   Fjarðarsel   /   Sogsvirkjun   /   Dagskrá   /   Greinar    

Dagskrá


Kynning á Hellisheiðarvirkjun - Sumar 2004

Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Gestamóttakan er staðsett í Skíðaskálanum í Hveradölum og er opin á virkum dögum frá kl. 10:00 til 17:00, og á laugardögum til kl. 18:00.

Hellisheiðarvirkjun verður reist á sunnanverðu Hengilssvæðinu í Sveitarfélaginu Ölfusi í Árnessýslu. Fullbúin virkjun mun framleiða 120MWe og 400MWth. Áætlað er að rafmagnsframleiðsla hefjist árið 2006, en framkvæmdum á virkjuninni lýkur 2015.

Fyrirhuguðum framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Fjallað er um virkjun og virkjunarsvæði, þar á meðal umhverfisáhrif, vinnslurás og uppbyggingu útivistarsvæðis á Hellisheiði. Einnig er að finna upplýsingar um starfsemi og þjónustusvæði Orkuveitu Reykjavíkur.

Ferðir um virkjunarsvæði á laugardögum í ágúst

Á laugardögum í ágúst býður Orkuveitan áhugasömum í stutta ferð um virkjunarsvæði í fylgd starfsmanns. Ferðin tekur 20-30 mínútur og er farið um efra og neðra virkjunarsvæði í bifreið frá Orkuveitunni. 4-6 einstaklingar komast fyrir hverju sinni.

Smellið hér til að skoða bækling um Hellisheiðarvirkjun.

Nánari upplýsingar í síma 617-6784


[ til baka ]